Leguizamo leikstýrir

Leikarinn geðþekki John Leguizamo mun leikstýra kvikmynd sem enn hefur ekki hlotið nafn. Hann er að vinna með Universal að myndinni, sem hann skrifar sjálfur handritið ásamt handritshöfundi að nafni Kathy DeMarco, og ætlar sjálfum sér aðalhlutverk myndarinnar. Ekki nóg með það, heldur hyggst hann sjálfur framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Rebel Films. Myndin fjallar um mann af suður-amerískum uppruna sem veltir fyrir sér hinum ýmsu stefnum sem hann hefur tekið í lífinu og hvort hann eigi eða eigi ekki að giftast æskuást sinni.