Legómyndin, eða The Lego Movie, er líkleg til að verða vinsælasta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum, á sinni þriðju viku á lista, en áætlaðar tekjur hennar í gær, föstudag, eru 7 -9 milljónir Bandaríkjadala.
Gamli sjarmörinn Kevin Costner er í öðru sæti eftir aðsókn gærdagsins í spennumyndinni 3 days to kill og hin sögulega Pompeii, náði þriðja sætinu. Í næstu sætum koma svo RoboCop, Monuments Men og About Last Night.
3 Days to Kill og Pompeii er báðar nýjar á lista. Pompeii verður frumsýnd á Íslandi 28. febrúar nk. en 3 Days to Kill viku síðar.
Hér fyrir neðan er topplistinn í Bandaríkjunum eins og hann lítur út eftir gærdaginn. Fyrst eru tölur gærdagsins, þar á eftir koma áætlaðar tölur fyrir helgina alla og þar á eftir fjöldi vikna á lista:
1). The Lego Movie 7 – 9 m. $. – 29,1 m.$. Vika 3.
2). 3 Days to Kill 4 m. $. – 11,7 m.$. Vika 1.
3). Pompeii 3,1-3,3 m.$ – 9,4 m.$. Vika 1.
4). RoboCop 2,6 m.$ – 8,7 m.$. Vika 2.
5). Monuments Men 2,3 m.$. – 7,9 m.$. Vika 3.
6). About Last Night 2,2 m.$ – 7,2 m.$. Vika 2.
7). Frozen 973 þ. $ – 1,1 m.$ – 4,8 – 5 m.$. Vika 14.
8). Ride Along 1,3 m.$ – 4,5 m.$. Vika 6.
9). Endless Love 1,5 m.$ – 4,2 m.$. Vika 2.
10). Winter’s Tale 705 þ. $ – 2,1 m.$. Vika 2.