Ledger lést vegna of stórs lyfjaskammts

Dánarstjóri New York borgar hefur lýst því yfir að leikarinn Heath Ledger lést eftir of stóran skammt af lyfseðilskyldum lyfjum, þar með talið verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Hann lýsir því einnig yfir að lát leikarans sé slys.

„Við höfum komist að þeirri niðurstöðu eftir aðra krufningu að dauði Ledger sé slys, leitt af ofneyslu lyfseðilskyldra lyfja“ sagði yfirlýsing frá læknadeild New York borgar.