Big Lebowski fest verður haldið í Keiluhöllinni í kvöld eins og við greindum frá fyrr í mánuðinum. Spennan er í hámarki!
Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverðið litlar 2.990 kr.
Innifalið í miðaverði:
– Aðgangur að Lebowski fest ’08 og Sýning Big Lebowski á breiðtjaldi
– Áprentaður „achiever“ Big lebowski Fest T-bolur
– Val á 1 leik í keilu + 1 White Russian eða 2 leikir í keilu og 1 stór bjór
– Verðlaun veitt fyrir þrjá besta búninginn, Dude, Walter, Donny, Jesus eða hvað sem fólki dettur í hug
Einnig verða góð tilboð á Rússa og bjór á barnum.
Dagskráin fyrir hátíðina er hér:
20:00 – Mæting á Svæðið & Goodies afhent
21:00 – Keila hefst
23:30 – Verðlaun Afhend fyrir Besta búninginn
24:00 – Sýning á „The Big Lebowski“ Kvikmyndinni
02:00 – Festival lýkur formlega
P.S. Haldið af stað í bæinn til að djamma niðrí bæ
Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá fer miðasala fram á midi.is og við (að sjálfsögðu) hvetjum alla til að mæta, þetta verður dúndurstuð!

