Söngkonan Jessica Simpson er tilbúin í annað kvikmyndahlutverk. Hún mun fara með aðalkvenhlutverk kvikmyndarinnar Mort, The Dead Teenager, sem gerð er eftir samnefndri og skammlífri teiknimyndasögu eftir Larry Hama. Myndin fjallar um Mort, ungmenni eitt sem verður fyrir því óláni að missa höfuðið í slæmu lestarslysi. Eftir lát hans er honum sagt að ganga aftur og ónáða fólkið sem hann umgekkst meðan hann var á lífi. Myndin er gerð fyrir Marvel/Dimension Films og verður framleidd af engum öðrum en Quentin Tarantino.

