Nokkuð hefur borið á því að notendur hafa verið að gefa myndum háar einkunnir til þess eins að koma Topplistanum/Botnlistanum úr jafnvægi. Í fyrsta lagi sjáum við lítinn tilgang með því að fólk sé að eyðileggja þetta á þennan hátt, þar sem við sjáum um þessa síðu í frítíma okkar, og er því alger óþarfi að við séum að eyða tímanum í að laga svona hluti í staðinn fyrir að gera eitthvað gagngert fyrir heimasíðuna.
Við munum reyna að lagfæra þetta á næstunni og notendurnir sem um ræðir munu hljóta refsingar.

