Samkvæmt fréttatilkynningu frá BBC mun Kylie Minogue leika í sérstökum jólaþætti af sjónvarpsþáttaröðinni Doctor Who. Þátturinn hefur fengið heitið Voyage of The Damned og verður sýndur í Bretlandi í desember á þessu ári. Hvenær hann verður sýndur hér heima er hins vegar óljóst.
Kylie sjálf hafði það um málið að segja að hún hlakkar til að verða hluti af þeirri einstöku sögu sem þættirnir eiga að baki.
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er þetta langlífasta sjónvarpsþáttaröðin í vísindaskáldskapsgeiranum en upphaflega serían gekk frá 1963 til 1989 og hvorki meira né minna en 5 leikarar brugðu sér í hlutverk doktorsins alræmda.

