Loksins loksins hefur kvikmyndir.is verið færð til nútímans í útliti og virkni. Við höfum alltaf lagt mikið uppúr góðu efni á síðunni og tryggum gagnagrunni mynda, en erum núna fyrst að uppfæra útlitið í langan tíma. Auk þess hefur ýmsum nýjungum verið bætt við sem ættu að bæta enn frekar upplifun af notkun síðunnar.
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu nýjungarnar:
Útlit
Allt útlit síðunnar hefur verið endurhannað og endurbætt. Litapalletetan er orðin önnur og grænblár litur einkennir nú útlitið. Letur hefur sömuleiðis breyst og meiri léttleiki einkennir texta í fréttum og greinum.
Viðmót
Allt viðmót hefur verið fært til nútímans og nýjustu tækni. Þetta þýðir að það er enn auðveldara að skoða efnið, og fletta á milli efnisflokka og undirsíðna.
Sýningartímar
Við erum búin að bæta bíótímasíðuna okkar mikið. Eins og áður getur þú fundið alla sýningatíma í bíó á einum stað og líka rennt með músinni yfir sýningartímana og séð hvenær myndin er búin. Þá birtum við bæði Critics og Audience einkunnir af Rotten Tomatoes vefsíðunni, auk IMDB einkunnar eins og var áður. Þetta ætti að auðvelda fólki að taka ákvörðun um hvaða mynd á að fara á í bíó.
Fréttabréf
Fréttabréf kvikmyndir.is hefur verið fært í nýrra horf og er sent út vikulega. Í því er jafnan samantekt á fréttum vikunnar og yfirlit yfir nýjar myndir í bíó. Smelltu hér til að skrá þig fyrir fréttabréfinu okkar. Það er sent út einu sinni í viku með upplýsingum um helstu fréttir og hvaða myndir eru frumsýndar í vikunni.
Fréttaþjónusta
Kvikmyndir.is heldur úti fréttaþjónustu á hverjum degi, þar sem saman fara léttar og skemmtilegar fréttir úr Hollywood og fréttir af íslenskum og evrópskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ofl.
Væntanlegt
Við leggjum okkur fram um að vera með áreiðanlega lista yfir hvað er væntanlegt í bíó og á VOD/DVD og uppfærum alla lista með nýjum upplýsingum daglega.
Netflix og sjónvarpsþættir
Fylgst er með því hvað er nýtt á Netflix í hverjum mánuði og yfirlit yfir væntanlegt á Netflix er birt á aðgengilegan hátt.
Við mælum með
Kvikmyndir.is heldur úti síðu þar sem fjallað er um myndir sem við mælum sérstaklega með að fólk sjái.
Síður kvikmynda
Síður einstakra kvikmynda eru mikið breyttar. Nú má sjá ljósmyndir af aðstandendum mynda, leikurum, leikstjóra, handritshöfundi, osfrv., hægt er að sjá hvað mynd kostaði og hvaða tekjur hún hafði. Auk þess er Rotten Tomatoes, The Movie DB og IMDB einkunnir aðgengilegar, sem og Stiklur. Einnig birtast á síðunni tengdar fréttir bíómynda og tengdar kvikmyndir.
Kvikmyndaleitarinn
Við lendum stundum í því að vita ekki hvað við viljum horfa á, þannig að við bjuggum til Kvikmyndaleitarann. Þar er hægt að leita að myndum eftir því hvaða flokka þig langar að horfa á.
Mobile
Með nýju útliti og viðmóti þá hentar síðan fullkomlega til skoðunar í snjallsímum og öðrum snjalltækjum.
Ýmsar fleiri nýjungar efnislega og útlitslega
Endilega kíktu í heimsókn og sjáðu hvað þér finnst. Okkur þætti afar vænt um ef þú gætir gefið þér tíma til að senda okkur línu og segja þitt álit, og einnig að senda ábendingu ef það er eitthvað sem þér finnst að betur mætti fara kvikmyndir@kvikmyndir.is