Í næstu viku (nánar til tekið á miðvikudaginn, þann 11. apríl) verður Kvikmyndir.is með afnot á heilum bíósal þar sem boðið verður upp á túrbóhasarmyndina The Raid: Redemption. Sýningin verður kl. 20:00 í Laugarásbíói og verða reglulega haldnir leikir þangað til, bæði hér og á Facebook-síðunni okkar.
Myndin sem við munum sýna er kannski ekkert heimsfræg (ennþá), eða a.m.k. ekki á svipuðum mælikvarða og stærstu Hollywood-myndir sumarsins, en hún hefur hins vegar verið að fá brjálæðislega gott umtal víða um heiminn og eru ansi margir á virtum, erlendum kvikmyndasíðum búnir að nota stóru orðin sín á hana. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt og segja að hér sé komin einhver harðasta, svalasta og trylltasta hasarmynd sem hefur nokkurn tímann verið gerð. Drengirnir hjá t.d. Slashfilm vildu meina það að cirka 70 mínútur af þessum 100 mínútna lengdartíma væru ekkert nema stjórnlaus veisla af vönduðu og fjölbreyttu ofbeldi.
Þetta hljómar einmitt eins og eitthvað sem undirritaður vill bjóða Kvikmyndir.is notendum upp á svona rétt eftir páska, og þá FRÍTT! Síðan ætti ég kannski að minnast á það að myndin verður ekki frumsýnd fyrr en 4. maí, þannig að heppnu sýningargestirnir fá ansi langt forskot á sæluna, sem er aldrei leiðinlegt.
The Raid er indónesísk mynd gerist djúpt í iðrum fátækrahverfis í Djakarta, og þar liggur órjúfanleg bygging sem hýsir hættulegustu glæpamenn í heimi. Sérsveitarliði lögreglunnar er falið að gera áhlaup á húsið í skjóli nætur og uppræta eiturlyfjahöfðingjann sem fer með völdin í húsinu. Þegar sveitin uppgötvast fyrir slysni berast fréttir af áhlaupi þeirra til höfðingjans og í kjölfarið slokkna ljósin og útgönguleiðir lokast. Nú er sérsveitin föst á sjöttu hæð hússins með enga undankomuleið í sjónmáli og með hættulegustu glæpamenn borgarinnar á hælum sér.
Til að byrja með ætla ég að halda stuttan leik næstu tvo daganna (dregið út á fimmtudaginn) þar sem þú, ágæti notandi, segið hér á kommentsvæðinu hvaða hasarmynd þú dýrkar mest í heiminum og hvers vegna. Svo mun ég draga út 10 nöfn sem hljóta tvo frímiða á þessa sýningu. Engar áhyggjur samt ef þið vinnið ekki núna. Það verða nokkrir sénsar í boði.
Gangi ykkur annars vel!
Og hérna eru nokkur kvót frá marktækum fjölmiðlum sem ættu að trekkja mann eitthvað smávegis upp:
9/10
„I wonder what 2012 film will have the sixth best action sequence. ‘The Raid’ will own the top five spots in a landslide. What a great action flick.“ – Scorecard Review
4/5
„It is ballet with bloodshed, more jaw-dropping than any large-scale battle“ – Hollywood.com
4/5
„Nonstop action. Die Hard seems like such a slow-paced drama now that I’ve seen The Raid.“ – Movies.com
„It’s easy to forget the story altogether in the sheer rush of Rama’s fight to the top floor; instead, viewers will wonder how the amazing battle that just ended could possibly be topped. But it is, again and again.“ – Variety
*UPPFÆRT!*
Þetta eru vinningshafarnir að þessu sinni. Ef þú ert talinn hér upp máttu senda mér staðfestingarpóst (um hvort þú komir/komir ekki á sýninguna) á tommi@kvikmyndir.is. Munið síðan að þið fáið allir + 1.
Aron Kristinn Lýðsson
Daníel Leó
Guðni Líndal
Hafsteinn Sæmundsson
Heimir Bjarnason
Jakob Gabríel Þórhallsson
Jón Ágúst Hannesson
Jóhann Leplat Ágústsson
Mulningur (??)
Sævar Birgir Ólafsson
Og til hinna sem unnu ekki núna:
Þetta voru bara rétt svo 20 sæti í heildina, sem þýðir að það er SLATTI eftir.
Fyllum þennan blessaða sal. Fylgist með.