Kvikmyndir.is býður á Heiðina!

Á morgun, þ.e.a.s. á miðvikudeginum 12. mars, verður haldin forsýning á bíómyndinni Heiðin.
Sýningin er haldin í Háskólabíó kl 19:30.

Við hér hjá kvikmyndir.is erum að gefa miða á forsýninguna og getur þú fengið frímiða (hver miði gildir fyrir tvo).

Eina sem þú þarft að gera er að senda okkur mail á kvikmyndir@kvikmyndir.is. Nafn og kennitala þarf að fylgja. Miðarnir verða síðan afhendir við miðasöluna rétt fyrir sýningu og er ráðlagt að hafa skilríki með til að staðfesta að þetta séuð þið.

Heiðin, sem gerist á einum kosningadegi, segir frá Albert sem heimsækir sveitina sína eftir langa fjarveru í námi og hvernig viðtökur hann fær á æskustöðvunum. Faðir Alberts, Emil, er þennan sama dag beðinn um að fara með kjörkassa útá flugvöll, en hann missir af vélinni.

Vonum að sjá sem flesta.