Myndavéla-fyrirtækið Blackmagic Design kynnti nýverið nýja kvikmyndavél sem er á stærð við iPhone síma. Myndavélin hefur fengið nafnið Blackmagic Pocket Cinema Camera (BPCC) og segir í tilkynningu að hún sé útbúinn öllum þeim gæðum og eiginleikum á við stóru hágæða kvikmyndavélarnar sem eru á markaðinum í dag. Munurinn er sá að BPCC er aðeins 355 grömm og 128 mm á breidd.
BPCC kemur á markaðinn í júlí og mun kosta tæpar 118.000 kr og verður hægt að kaupa hana á heimasíðu BlackMagic Design. Til þess að skoða tæknilega eiginleika BPCC smelltu hér.
Kvikmyndatökumaðurinn John Brawley fékk þó að prófa myndavélina í samstarfi við Blackmagic Design og kvikmyndaði hann lífið í heimabæ sínum og er sjón sögu ríkari.
Það er ótrúlegt hvernig fyrirtækið hefur náð að hanna kvikmyndavél á þessum skala á svona litlu formi og verður BPCC eflaust mjög vinsæl meðal sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna.
Umfjöllun John Brawley um BPCC.
Umfjöllun Blackmagic Design um BPCC.