Kvikmyndasafn Íslands sýnir 4. og 8. mars Benjamín Dúfu eftir Gísla Snæ Erlingsson. Myndin sem er frá árinu 1995 segir frá fjórum drengjum í Reykjavík sem stofna ryddarafélag til að berjast gegn ranglæti með réttlæti. Nú sagan er byggð á bók eftir Friðrik Erlingsson. Að mínu mati er hér á ferðinni ein af betri íslensku fjölskyldumyndum fyrr og síðar og því sjaldan meiri ástæða til að taka alla fjölskylduna með Bæjarbíó í Hafnarfirði. Miðaverð er 500kr og sýningin hefst 20:00 á þriðjudaginn og 16:00 á laugardaginn. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kvikmyndasafn.is.

