Kvikmynd um Tenacious D

Hljómsveitin víðfræga Tenacious D, skipuð þeim félögum Jack Black og Kyle Bass, hefur nú gert samning við New Line Cinema um kvikmynd byggðri á ótrúlegum ferli þeirra. Myndin, sem skrifuð verður af þeim sjálfum og leikstýrt af Liam Lynch, mun að mestu leyti fjalla um það hvernig hljómsveitin varð til og hvernig hún varð besta hljómsveit í heimi. Hún verður framleidd af Ben Stiller í gegnum framleiðslufyrirtæki hans, Red Light Productions.