Kvikmynd um Bobby Fischer

Á meðan að Íslendingar reyndu að finna stað til að jarða hann, voru Bandaríkjamenn að reyna að finna mann til að leika hann. Það er rétt, kvikmynd byggð á heimsmeistaramótinu í skák milli Bobby Fischer og Boris Spassky hefur fengið grænt ljós. Myndin mun heita Bobby Fischer Goes to War. Kevin Mcdonald hefur fengið leikstjórasætið. Þessi frægi skákleikur var haldinn í Reykjavík árið 1972 og því ekki ólíklegt að hluti af myndinni verði tekin upp hér, spurningin er bara, munu þeir ráða Íslending til að leika hann?