Samkvæmt kidspickflicks.com þá er Ratatouille besta mynd síðasta árs. Þetta val kemur ekki á óvart, því myndin hefur vægast sagt slegið algerlega í gegn hjá yngri kynslóðinni, en ég verð að segja að ég fílaði hana mjög vel sjálfur.
Cole McNamara bjó til síðuna þegar hann var 9 ára gamall árið 2004, en síðustu 4 ár hefur hún birt gagnrýni á hverja einustu barnamynd sem hefur verið gefin út á þessu tímabili, ásamt því að velja „Bestu“ og „Verstu“ mynd hvers árs. Krakkar á aldrinum 3-14 kusu myndina Ratatouille sem bestu mynd þessa árs, en The Golden Compass var valin Versta mynd ársins 2007.

