Kóngavegur valin á Karlovy Vary kvikmyndahátíðina

Kvikmyndin Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi. Hátíðin hefst fyrstu vikuna í júlí.

Kóngavegur verður sýnd í sérstakri dagskrá meðal tíu evrópskra mynda sem gagnrýnendur kvikmyndaritsins Variety mæla sérstaklega með og vilja vekja athygli á leikstjórum þeirra.

Kóngavegur gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað þegar Júníor snýr aftur heim til Íslands eftir þriggja ára fjarveru erlendis. Júníor kemur heim með ýmis vandræði í farteskinu og vonar að faðir hans geti leyst úr þeim, en heimkoman reynist ekki vera alveg sú sem hann átti von á.

„Karlovy Vary hefur átt fastan sess meðal virtustu kvikmyndahátíða heimsins og er þetta þar með mikil viðurkenning fyrir myndina okkar,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi myndarinnar, í fréttatilkynningu.

Í helstu hlutverkum í Kóngavegi eru Gísli Örn Garðarsson, Daniel Brühl, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Kristbjörg Kjeld.
Kóngavegur er framleidd af Mystery Ísland.

Stikk: