Kolsvört tragikómedía

Árið er 1923 í kvikmyndinni The Banshees of Inisherin sem kemur í bíó í dag, og írska borgarastríðinu er að ljúka. Á eyjunni Insherin við vesturströnd Írlands sinnast þeim Pádraic og Colm, sem hafa verið vinir frá barnæsku.

The Banshees of Inisherin (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 96%

Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér fyrir þá báða....

Níu óskarstilnefningar. Vann Golden Osella á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir besta handrit, Colin Farrell sem besti leikari á sömu hátíð og myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins. Tilnefnd til átta Golden Globe verðlauna og fékk þrenn.

Fyrrum bestu vinir.

Colm segir Pádraic að honum líki einfaldlega ekki við hann lengur og tilkynnir honum að vináttunni sé lokið. Honum finnst hans gamli vinur of leiðinlegur til að halda áfram í vináttuna. Draumar Colms snúast um að semja tónlist og gera hluti sem halda muni nafni hans á lofti um ókomna tíð.

Er miður sín

Pádraic er miður sín yfir vinarmissinum og reynir að laga sambandið og nýtur til þess liðsinnis systur sinnar, Siobhan, og ungs og vansæls pilts, Dominic, sem býr við ofríki föður síns en gefur Siobhan hýrt auga og gerir hosur sínar grænar fyrir henni.

Ekki verður Pádraic þó mikið ágengt og því meira sem hann reynir að endurnýja vináttuna því þrjóskari verður Colm og atburðarásin vindur sífellt upp á sig.

Klippir af sér fingur

Colm hótar því að í hvert sinn sem hans gamli vinur áreiti hann muni hann klippa af sér einn fingur vinstri handar. Svo fer að hann stendur við orð sín.

Myndin er kómedía að vissu marki en þó með kolsvörtum undirtónum og áhorfandinn skynjar vel að væntanlega stefnir ekki í Hollywood-endi.

Banshees var tilnefnd til mikils fjölda Golden Globe verðlauna og vann þrenn þeirra fyrr í þessari viku. Auk þess er búist við fjölda tilnefninga til Óskarsverðlaunanna.

Aðalhlutverk: Colin Farrell, Brendan Gleeson, Kerry Condon, Pat Shortt og Barry Keoghan Handrit: Martin McDonagh

Leikstjórn: Martin McDonagh