Kolsvört styrkjalaus mynd – Ný stikla

Ný stikla er komin út fyrir nýja íslenska kvikmynd, Ísabella. Myndin, sem er eftir Sigurð Anton Friðþjófsson, sem bæði skrifar handrit og leikstýrir, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 29. október nk. en sýningin verður jafnframt eina sýning myndarinnar.

isabella

Sigurður segir í stuttu spjalli við kvikmyndir.is að myndin sé sjálfstæð framleiðsla og gerð án styrkja.

Myndina segir hann vera kolsvarta gamanmynd um unga listakonu sem þarf að hýsa og fela þrjá glæpamenn eftir vopnað skartgriparán. Það sem flóttamennirnir vita þó ekki er að hún á sér einstakt leyndarmál sem gæti orðið þeim öllum að bana.

Miða á myndina er hægt að nálgast hér.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: