Kletturinn snýr aftur

Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í endurgerð Walking Tall frá 1973. Í myndinni mun hann leika fyrrum hermann sem er algjör harðhaus. Hann snýr aftur í heimabæ sinn, þar sem hann kemst að því að eiturlyf, spilling og ýmis konar óværa hefur tekið sér bólfestu. Hann sættir sig ekki við það, og hefur stríð gegn ómennunum. Vonast er til þess að tökur á myndinni geti hafist í sumar, og um leið og Rock hefur skrifað undir samninginn mun leitin að rétta leikstjóranum fara fram.