Bandaríska kvikmyndaleikkonan og tónlistarkonan, Juliette Lewis, varð fyrir bíl í gær, í Burbank í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ökumaðurinn bílsins stakk síðan af frá slysinu. Lewis var farþegi í Lincoln Town bíl, þegar ökumaður bíls fór yfir á rauðu og klessti á bílinn sem Lewis sat í, og keyrði síðan burt.
Bíllinn fannst síðan stutt frá þeim stað sem áreksturinn átti sér stað, en ökumaðurinn var á bak og burt.
Lewis kvartaði yfir eymslum í höfði, baki og hálsi, og var eitthvað marin. Hún var færð á sjúkrahús, en meiðslin voru ekki alvarleg.
Ökumaður bílsins sem klessti á leikkonuna verður handtekinn og ákærður fyrir atvikið, að sögn lögregluforingjans Sean Kelly.
Juliette Lewis er 37 ára gömul og fékk óskarsverðaun fyrir aukahlutverk í myndinni Cape Fear frá árinu 1991, þar sem hún lék dóttur hjónanna sem Robert de Niro, lagði í einelti.
Næsta mynd leikkonunnar heitir Conviction.