James Mangold leikstjóri Wolverine myndarinnar hefur sett einskonar forskoðun á stiklu fyrir Wolverine á Twitter síðu sína.
Sjáið þessa forskoðun með því að smella hér.
Einnig er komið glænýtt plakat fyrir myndina sem sjá má hér að neðan:
Wolverine er byggð á vinsælum teiknimyndasögum og fjallar um Wolverine, sem er einn þekktasti meðlimur hinna svokölluðu X-Men, og ævintýri hans í Japan. Þar þarf hann að takast á við erkióvin sinn og berjast upp á líf og dauða, í bardaga sem mun breyta honum til frambúðar. Líkamleg og tilfinningaleg mörk Wolverine eru þanin til hins ítrasta, og hann þarf að takast á við stórhættulegt samúræjastál, auk þess að eiga í innri baráttu sem snýr að hans eigin ódauðleika. Þetta verður til þess að hann vex og styrkist og verður sterkari en nokkru sinni fyrr.
Wolverine verður frumsýnd 24. júlí í Bandaríkjunum en 26. júlí hér á Íslandi.
Lítur þetta ekki bara fantavel út!