Nýjustu kvikmynd leikstjórans/leikarans Quentin Tarantino sem nefnist Kill Bill, hefur nú verið skipt í tvo parta. Upphaflega átti hún að vera ein kvikmynd, en eftir að ljóst var að hún var orðin meira en 3 tímar að lengd, ákvað Tarantino í samráði við Miramax kvikmyndaverið sem framleiðir myndina, að henni yrði betur þjónað í tveimur hlutum. Fyrri hluti myndarinnar, sem skartar m.a. Uma Thurman, Lucy Liu og David Carradine í aðalhlutverkum, verður frumsýndur vestra í byrjun Október, og sú síðari líklega nokkrum vikum síðar.

