Kidman leikur Grace Kelly í opnunarmynd Cannes

Grace of Monaco með Nicole Kidman í aðalhlutverki verður opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í Frakklandi í vor.

kidmanÍ myndinni leikur Kidman Hollywood-stjörnuna Grace Kelly sem  giftist Rainer Mónakóprins.

Grace of Monaco átti upphaflega að koma út í nóvember í fyrra. Henni var frestað til 14. mars næstkomandi og nú er orðið ljóst að frumsýningardagurinn verður 14. maí. Myndin mun ekki taka þátt í keppninni sjálfri á Cannes.

Auk Kidman verður Tim Roth í hlutverki Rainer. Leikstjóri er Olivier Dahan (La Vie en Rose).

Í fyrra var það The Great Gatsby í leikstjórn Baz Luhrmann sem opnaði Cannes-hátíðina.