Nicole Kidman er orðuð við annað hvert hlutverk í Hollywood um þessar stundir. Nýjustu fregnir herma að hún eigi í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkið í kvikmynd Sidney Pollock sem nefnist The Interpreter. Myndin fjallar um túlk á vegum sameinuðu þjóðanna sem kemst að því að það er samsæri í gangi um að myrða þjóðarleiðtoga Afríkuþjóðar einnar. Hún reynir með hjálp myndarlegs alríkislögreglumanns að komast til botns í málinu og bjarga deginum. Ef af myndinni verður munu tökur ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í lok ársins.

