Kattakonan

Warner Bros. hefur árangurslaust reynt að gera sjálfstæða kvikmynd um einn af erkióvinum hetjunnar Batman, en það er einmitt Catwoman. Ýmsir hafa verið orðaðir við hlutverkið, þ.á.m. Ashley Judd, en nú lítur helst út fyrir að Halle Berry muni klæðast níðþröngum leðurgallanum. Engin önnur en Sharon Stone mun leika á móti henni, og mun hún fara með hlutverk Laurel, glæpakvendi sem er á bak við ill áform snyrtivörufyrirtækis um heimsyfirráð eða dauða. Myndinni verður leikstýrt af leikstjóranum Pitof ( Vidocq ) og hefjast tökur í næsta mánuði í Vancouver.