Það er búið að hefjast mikið kapphlaup um það hvor af tveimur risastórum væntanlegum kvikmyndum um ævi Alexanders Mikla verður ofan á. Fyrirfram var talið að myndin sem leikstjórinn Baz Luhrman ætlaði að gera með Leonardo DiCaprio yrði ofan á, en þar sem DiCaprio ákvað að fresta þátttöku svo hann gæti leikið í The Aviator, kvikmynd um ævi Howard Hughes sem hann er að gera með Martin Scorcese, hafa líkurnar á því að myndin sem Oliver Stone ætlar að gera með Colin Farrell í aðalhlutverki, komi til með að hafa forskotið. Stone er víst búinn að eyða gífurlegum tíma í það að undirbúa myndina og fullkomna handritið, en myndin verður gerð fyrir um það bil 140 milljónir dollara. Warner Bros. kvikmyndaverið sem gerir myndina, segir að það sé öruggt að tökur á henni eigi að geta hafist í júní. Farrell er búinn að taka sér frí frá öllu svo hann geti þjálfað sig, og æft undir hlutverkið í myndinni.

