Jumper 2 á leiðinni?

Hayden Christensen sagði í viðtali við Toronto Sun að Fox væri byrjað að plana aðra Jumper-mynd, en myndin var einmitt að lenda á DVD og Blu-Ray í bandaríkjunum.

„Við erum byrjaðir að pæla í ýmsum hugmyndum,“ sagði Hayden mjög jákvæður. „Þetta átti alltaf upphaflega að verða að þríleik en við ætlum að taka góðan tíma með næstu mynd, í stað þess að flýta henni.“

Leikstjórinn Doug Liman sagðist upphaflega ætla að gera allar þrjár myndirnar, en nú lítur út fyrir að hann snúi sér að öðrum hlutum og sagðist hann ekki vera mjög heitur fyrir framhaldsmyndinni eftir slæmu dómanna sem að hin myndin fékk.

Engu að síður eru talsvert góðar líkur á því að við sjáum aðra Jumper mynd fyrr eða síðar, og Hayden mun með öllum líkindum endurtaka hlutverk sitt. Ekkert er vitað hvort Samuel L. Jackson komi aftur eður ei.