Umræður eru nú í gangi um að Josh Brolin fari með hlutverk Terminator í næstu myndinni um vélmennið og ævintýri hans. Einnig höfðu verið vangaveltur um að John Connor myndi fá lítið hlutverk í myndinni, en leikstjórinn blés á þær sögur og sagði að stórleikarinn Christian Bale færi með það hlutverk.
„Við erum að undirbúa myndina núna. Handritinu er lokið að mestu en við viljum halda áfram að vinna við það og við vonumst að því loki fljótlega eftir að verkfallinu lýkur. Ég er með fingurna krosslagða því ég vona að það verði búið eftir 1 til 2 vikur.
Myndin á sér stað eftir „Judgment Day“, þannig að þetta er eiginlega ekki framhald. Þetta er algerlega ný mynd þar sem hún gerist 2019. Það eru leikarar eins og Russell Crowe og Eric Bana sem gætu leyst hlutverk Terminator vel en í lok dagsins er ég ekki viss um að þeir séu réttir í hlutverkið. Josh Brolin er mjög spennandi leikari, við sjáum til hvað gerist.“ sagði leikstjóri myndarinnar brosandi í viðtali.

