Jonah í Transformers

Líklegt er að hinn sívinsæli Jonah Hill bætist við leikarahópinn í næstu Transformers mynd.
Jonah er þekktastur fyrir að hafa skotið upp kollinum í gamanmyndum eins og Grandma’s Boy, Knocked Up og Forgetting Sarah Marshall. Annars er hann e.t.v. þekktastur fyrir eitt aðalhlutverkið í Superbad.

Jonah mun leika Chuck, herbergisfélaga Shia LeBouf í myndinni. Chuck rekur einhvers konar vefsíðu sem að kafar mikið út í samsæriskenningar, og blandast hann inn í atburðarás róbotanna stóru ásamt auðvitð Sam (LeBouf).

Karakterinn er víst alls ekki ólíkur þeim sem að Anthony Anderson lék í fyrri myndinni, en handritshöfundar segja að þessi verði miklu fyndnari.

Michael Bay er þessa daganna að skipuleggja tökur, sem fara fram í sumar. Myndin verður síðan væntanleg í kringum sumarið 2009.