Jonah Hill og James Franco bætast við Jay and Seth Vs. The Apocalypse

Árið 2007 gerði Seth Rogen ásamt Evan Goldberg 8-mínútna stuttmynd að nafni Jay and Seth Vs. The Apocalypse. Hún fjallaði um tvo vini (leikna af Rogen og Jay Baruchel) sem loka sig inni í íbúð á meðan að heimssendir á sér stað en brátt komast þeir að því að þeir geta ekki verið í kringum hvorn annan. Myndinni var tekið vel en síðan þá hefur Rogen undirbúið mynd í fullri lengd byggða á stuttmyndinni og nú hafa tveir kollegar Rogens bæst í hópinn.

Rogen, í viðtali við kanadiskt fréttablað, staðfesti að þeir Jonah Hill og James Franco myndu leika sjálfa sig (eins og allir aðrir í myndinni) og að saga myndarinnar myndi útfæra fjölda vinanna frá tveimur yfir í fjóra. Síðan hefur Jay Baruchel lýst áhuga sínum á því að fá fjöldan allan af frægu fólki til að birtast í myndinni, helst sem lík: „Ég vil að fólk hugsi ‘Guð minn góður, þarna er líkið af Will Smith!’ og það er hann í alvörunni. Það yrði endurtekinn brandari út myndina, ég vil fá fullt af dauðu frægu fólki.“

Tökur hefjast á „Hryllings/Grínmyndinni“ í febrúar á næsta ári og samkvæmt IMDb er hún væntanleg síðar á árinu.