Angelina Jolie ætlar að hætta að leika til að geta einbeitt sér betur að fjölskyldunni og mannúðarstörfum.
Þetta gerist þó ekki fyrr en krakkarnir hennar komast á unglingsaldur.
Í viðtali við Channel 4 News sagði Jolie að mannúðarstarf sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar væri tímafrekara og skildi meira eftir sig en leiklistin.
Þegar hún var spurð hvort hún væri að íhuga að hætta að leika sagði hún: „Auðvitað. Ég held ég verði að hætta um leið og krakkarnir komast á unglingsaldur vegna þess að það verður of mikið að gera heima við.“
Hún bætti við: „En ég hef notið þess að vera leikkona. Ég mun leika áfram í einhverjum myndum. Ég er mjög heppin vera í þessu starfi. En ef ég myndi hætta því á morgun þá væri ekkert mál fyrir mig að vera heima með börnunum mínum.“
Um ástandið í heiminum, þar á meðal fórnarlömb nauðgana í Sýrlandi sagði hin 37 ára Jolie: „Þegar ég kveiki á sjónvarpinu á morgnana sé ég eins og aðrir hvað er á seyði í heiminum.“