Fyrsta ljósmyndin úr endurgerðinni af The Lone Ranger frá Disney hefur litið dagsins ljós, en hún er vægast sagt furðuleg (já, jafnvel fyrir Johnny Depp). Á ljósmyndinni sjást tveir aðalleikarar myndarinnar, Armie Hammer sem titilkarakter myndarinnar og Johnny Depp sem ameríski indjáninn og hjálparhellan Tonto:
Fyrir þá sem kannast ekki við efnið þá er þessi væntanlega kvikmynd byggð á sígildum persónum sem komu fyrst fram í vinsælum amerískum útvarpsþáttum um titilpersónuna The Lone Ranger (einnig þekktur sem John Francis Reid); kúreka í Texas-fylki á tímum gamla vestursins sem sækist eftir að koma morðingjum félaga sinna fyrir kattarnef með hjálp nýja vinar síns, Tonto, sem bjargaði Reid eftir að Reid var nánast sjálfur drepinn af hrottunum.
Serían hefur haft gríðarleg áhrif í klassískum vestrænum sögum og spratt The Green Hornet m.a. frá sögubálk The Lone Ranger. Einnig kannast margir helstu frasa persónanna og hest Reids; Silver. Það er enginn annar en Gore Verbinski sem situr í leikstjórastólnum, en hann og Depp færðu okkur óskarsverðlaunuðu (vestra)teiknimyndina Rango á síðasta ári sem gladdi hina hörðustu vestraaðdáendur og flesta bíógesti. Einnig eru tveir af handritshöfundum myndarinnar þeir sömu sem færðu okkur Pirates of the Caribbean-myndirnar.
Áætlað er að myndin verði gefin út um maí á næsta ári, en hingað til hefur verkefnið farið huldu höfði og var jafnvel talið dautt um bil. Samkvæmt IMDB hljóðar kostnaður myndarinnar jafnvel uppá rúmar 200 milljónir bandaríkjadollara (en hver veit hvort það sé eitthvað til í því).
Er einhver annar dáldið smeikur yfir því að Johnny Depp sé að leika amerískan indjána, þá sérstaklega með þetta höfuðfat? „Hi-yo, ummæli! Away!“