Þetta hlýtur að vera ein furðulegasta frétt sem borist hefur lengi. Samkvæmt Variety er leikstjórinn John Woo ( Face/Off ) að fara að leikstýra 40-60 milljón dollara tölvuteiknimynd um hinar fornfrægu stökkbreyttu skjaldbökur sem tröllriðu öllu fyrir svo sem 10 árum síðan. Ætlar hann sér víst að gera myndina eins dökka og fyrstu teiknimyndasögurnar voru á sínum tíma. Ef áætlanir standast kemur myndin í bíó jólin 2002.

