Það lítur allt út fyrir það að John McClane þurfi að pakka aftur niður í tösku því nú er stefnan sett á höfuðborg Japan. Um er að ræða sjöttu kvikmyndina í Die Hard-seríunni, þar sem fylgst er með ævintýrum lögreglumannsins John McClane. Hugmyndasmiður myndarinnar, Ben Trebilcook afhjúpaði þetta fyrir stuttu og talaði einnig um að titill myndarinnar verði Die Hardest.
„Uppkastið af handritinu verður trúverðugt áframhald af seríunni og mun halda tryggð við aðalpersónuna sjálfa. Þó að framleiðslan á myndinni muni breyta uppbygginguni sem ég hef skapað þá er ég bjartsýnn á að rauði þráðurinn muni haldast. Ég vill meina að þessi mynd verði einhverskonar Rocky Balboa fyrir Die Hard seríuna.“ var einnig haft eftir Trebilcook.
Rocky Balboa var lokahöggið fyrir kvikmyndaseríu Rocky og er Trebilcook eflaust að meina að sjötta Die Hard myndin verði að sama skapi sú síðasta.
Það eru engar tilviljanir að nýjustu Die Hard myndirnar séu gerðar fyrir utan Bandaríkin, því alþjóðamarkaðurinn hefur ekki ennþá fengið nóg af ævintýrum McClane, þó að Bandaríkjamenn séu farnir að gera það.