Viku eftir að Mark Romanek labbaði útúr settinu á Wolfman og sagði bless bless ekki meir þá hefur Universal tilkynnt að þau hafi fengið leikstjórann Joe Johnston í þetta verk.
Johnston er ekki sá fyrsti sem Universal íhugaði að fá í settið, þeir vildu fá Brett Ratner (Rush Hour) og Frank Darabont (The Green Mile) en ákváðu að fá Joe. Síðasta myndin hans var frá 2004 og hét Hidalgo.

