Ný ævisöguleg bíómynd um rokkgítarhetjuna Jimi Hendrix, All Is By My Side, verður frumsýnd á þessu ári. Með aðalhlutverkið fer enginn annar en André Benjamin, en hann er þekktur sem André 3000 úr hljómsveitinni Outkast, en André hefur einnig getið sér gott orð sem leikari.
Í myndinni er sagt frá Jimmy James, óþekktum gítarleikara, sem fór frá New York borg til Lundúna í Englandi árið 1966. Ári síðar sneri hann aftur sem Jimi Hendrix.
Aðrir leikarar í myndinni eru Imogen Poots, Hayley Atwell, Ruth Negga og Adrian Leste.
Nú er komin fyrsta myndbrotið úr myndinni og er André ansi sannfærandi sem Hendrix. Í atriðinu sjáum við Hendrix spjalla við stúlku á bar í Lundúnum, rétt áður en hann flýgur aftur til Bandaríkjanna.