Nýjustu fregnir af kanadíska gamanleikaranum og gúmmísmettinu Jim Carrey fregna að hann sé með nýja mynd í farveginum sem nefnist Bruce Almighty. Söguþráðurinn er á þá leið að Carrey leikur Bruce einn, sem sífellt tuðar og nöldrar og skammar Guð fyrir að standa sig svona illa, þangað til að Guð fær einn daginn nóg og gerir Bruce stjórnanda jarðarinnar í einn dag. Málin flækjast væntanlega eitthvað eftir það. Leikstjóri myndarinnar verður Tom Shadyac, en hann og Carrey unnu einmitt saman við gerð myndarinnar Liar Liar. Handritið er skrifað af Steve Oedekirk, en Carrey og Shadyac hafa báðir þó haft yfirumsjón með því, með það fyrir augum að tökur geti hafist sem fyrst.

