Jessica Alba, stúlkan sú er lék aðalhlutverkið í Dark Angel þáttunum sálugu, er nú að reyna að koma kvikmyndaferli í gang. Fyrsta skrefið í þá áttina er að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Honey. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að hún leikur unga stúlku, harða af sér, sem hefur alist upp nánast á götum stórborgarinnar. Hún á sér stóra drauma um það að stofna sinn eigin dansskóla. Henni tekst það ætlunarverk sitt, og verður í leiðinni virtur danshöfundur fyrir tónlistarmyndbönd. Þá kemst hún að því að lærimeistari hennar hefur líklega meiri áhuga á líkama hennar en danssporum. Hvað gerir stúlkan þá??? Billy Woodruff leikstýrir hér með kvikmynd í fyrsta sinn, en hann er frægur einmitt fyrir að hafa leikstýrt fjölmörgum tónlistarmyndböndum.

