Föstudaginn 8. ágúst verður nýjasta mynd Clint Eastwood frumsýnd hér á landi. Um er að ræða myndina Jersey Boys, en hún er um hljómsveitina The Four Seasons og er byggð á samnefndum söngleik sem var frumsýndur árið 2005 á Broadway og hefur hlotið m.a. fern Tony verðlaun. Síðan þá hefur leiksýningin farið sigurför um heiminn og notið gríðarlegra vinsælda enda afar skemmtilegur.
Hljómsveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1960 og sló fljótlega í gegn með frábærum lögum sem lifa enn góðu lífi og hafa haldið nafni sveitarinnar hátt á lofti allar götur síðan. Má þar nefna lög á borð við Big Girls Don’t Cry og Can’t Take My Eyes Of You.
Jersey Boys eftir Clint Eastwood greinir frá sögu ungu mannanna sem skipuðu The Four Seasons og urðu heimsfrægir í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma.
Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík.