Leikarinn Roy Scheider, sem er kannski þekktastur fyrir að hafa leikið lögregluþjón í myndinni Jaws sem kom út 1975 er látinn 75 ár að aldri. Hann lést á spítala í Little Rock í Arkansas. Hann hafði verið þar í krabbameinsmeðferð síðustu 2 ár.
„Hann var yndislegur náungi og frábær allrahliða leikari. Allrahliða leikari er í mínum huga hrós sem segir að frábær leikari sinni hlutverkum sínum til hins ýtrasta þrátt fyrir að frægðin komi ekki beint bankandi á dyrnar“ sagði Richard Dreyfuss.
Schneider lék í öðrum myndum eins og Klute, Marathon Man og Sorcerer. Hann var tilnefndur sem besti aukaleikari hjá Franska Kvikmyndasambandinu árið 1972 og besti leikari árið 1979 fyrir myndina All That Jazz.

