Játningar um söngleiki

Söngleikurinn hefur oft verið mikið bannorð hjá kvikmyndaáhugafólki og gjarnan litið á það sem sakbitna sælu að kunna að meta þann fjölbreytileika sem söngleikurinn býður upp á. En hvers vegna er það?

Hvað er svona stuðandi við það að bresta í söng í miðri senu og hvaða bíósöngleikir í okkar poppkúltúr hafa í gegnum árin náð að sameina mismunandi hópa?

Í nýjasta þætti Poppkúltúrs er horft yfir gæðapóla mismunandi söngva- og dansmynda, ágæti þeirra margra, Disney-uppeldi, sing-along sýningar og mögulegt Íslandsmet í fjölda bíóferða á þekkta bíómynd.

Þáttinn má nálgast gegnum Spotify hlekk hér að neðan.

Heildaryfirlit hlaðvarpsins á Kvikmyndir.is má finna á þessari undirsíðu.

Ef þú, hlustandi góður, hefur tillögu að umræðuefni eða spurningu sem þú vilt koma að í þættinum, bendum við á athugasemdasvæðið hér að neðan. Einnig má senda póst á netfangið kvikmyndir@kvikmyndir.is.

Stikk: