Jason Clarke í Dawn of the Planet of the Apes

Nú liggur ljóst fyrir að leikarinn Jason Clarke mun fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Dawn of the Planet of the Apes. Hér er um að ræða framhald af kvikmyndinni Rise of the Planet of the Apes sem kom út árið 2011 og vakti mikla lukku. Jason Clarke er einna þekktastur fyrir myndir á borð við Lawless, Public Enemies og hina nýútkomnu Zero Dark Thirty. Myndin gerist 15 árum eftir atburðina í Rise of the Planet of the Apes en lítið er vitað meira um söguþráð myndarinnar.

Þessi nýja viðbót í þessari skemmtilegu og langlífu kvikmyndaseríu mun koma út árið 2014 en það er leikstjórinn Matt Reeves sem mun sjá um leikstjórnina en hann á að baki myndir eins og Cloverfield og Let Me In. Þá mun kvikmyndarisinn Twentieth Century Fox sjá um að fjármagna og dreifa myndinni.