Járnhnefi í New York – Fyrsta kitla!

Fyrsta kitlan fyrir Netflix sjónvarpsþáttaseríuna Iron Fist, eða Járnhnefi í lauslegri þýðingu, var kynnt á Comic-Con afþreyingarefnishátíðinni sem nú stendur yfir í San Diego í Bandaríkjunum.

iron

Netflix gerir seríuna í samstarfi við Marvel, en Iron Fist er Marvel-ofurhetja. Það var aðalleikarinn, Finn Jones, sem kynnti kitluna á hátíðinni.

Miðað við það sem sjá má í kitlunni þá er Iron Fist með krafta í kögglum, og ryður niður veggjum eins og ekkert sé, með því að banka aðeins í þá:

Iron Fist, öðru nafni Danny Rand, á rætur að tekja til áttunda áratugarins þegar karatemeistarar eins og Bruce Lee nutu mikilla vinsælda. Myndin blandar saman vísindalegum stökkbreytingum ( hetjan fær ofurhnefa með því að setja hendina inn í bráðið drekahjarta ) og Kung-Fu svikum ( viðskiptafélagi foreldra hans, Harold Meachum, olli dauða foreldranna þegar Rand var barn að aldri ). Hann ætlar sér að hefna foreldra sinna, en áður en hann klárar það verkefni spretta aðrir óþokkar upp allt í kring.

Rand snýr aftur til New York eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu í nokkur ár, og tekur síðan til óspilltra málanna við að útrýma þorpurum og illmennum.

Ekki hefur enn verið tilkynnt hvenær þættirnir hefja göngu sína á Netflix, en líklega verður það einhverntímann á næsta ári.

Sjáðu plakatið fyrir þættina hér fyrir neðan:

iron fist