Asnarnir í sjónvarpsþættinum Jackass, sem íslenskir áhorfendur ættu flestir að kannast við, munu fá að sýna okkur asnalæti í heilar 90 mínútur. Einhverjum fannst góð hugmynd að gera kvikmynd í fullri lengd um kjánalæti þeirra félaga. Johnnie Knoxville, sem er aðalnúmerið í þáttunum, Spike Jonze (leikstjóri Being John Malkovich og framleiðandi Jackass) og Jeff Tremaine sem mun sjá um að leikstýra, hafa allir skrifað undir samning við MTV og Paramount um að koma þessari hugmynd á laggirnar og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig myndin verður og hvort við fáum góðan söguþráð.

