Jack Black hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni School Of Rock. Í henni myndi hann leika varakennara í virtum tónlistarskóla. Hann hvetur nemendur sína til dáða með skrítnum uppátækjum sínum og einlægum tónlistaráhuga. Handrit myndarinnar er skrifað af Mike White, og myndin verður framleidd af Scott Rudin. Black hefur áður unnið með þeim félögum, og útkoman var gamanmyndin Orange County. Enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn, en búist er við ákvörðun nú á næstunni. Myndinni er ætlað að vera ein af sumarmyndum Paramount fyrir sumarið 2003.

