Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi og víðar, nýjasta Die Hard myndin, A Good Day to Die Hard, sem er sú fimmta í röðinni í Die Hard seríunni.
Bruce Willis, leikur sem fyrr aðalhetjuna John McClane. Willis var í spjalli í útvarpsþættinum One Show hjá breska ríkisútvarpinu BBC á dögunum, og þar var hann spurður að því hvort að menn mættu eiga von á sjöttu myndinni. Svar Willis var einfalt …. Já.
Sjáðu þriðju stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:
Ásamt Bruce Willis leikur Jai Courtney einnig stórt hlutverk í myndinni, hlutverk sonar McClane, en margir muna örugglega eftir Courtney sem illmenni í Jack Reacher.
Í stuttu máli fjallar A Good Day to Die Hard um það þegar John McClane fer til Rússlands til að hjálpa að því er virðist ódælum syni sínum Jack, aðeins til að komast að því að Jack er leyniþjónustumaður sem vinnur að því að koma í veg fyrir rán á kjarnorkuvopnum, sem verður til þess að þeir feðgar þurfa að vinna saman gegn neðanjarðarsamtökum.
Meðal annarra leikenda eru Sebastian Koch, Yulia Snigir, Cole Hauser og Amaury Nolasco.
A Good Day to Die Hard verður frumsýnd þann 15. febrúar hér á landi.