Leikarinn Larry Hagman, sem lék óþokkann J.R. Ewing í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu, Dallas, er látinn 81 árs að aldri.
Leikarinn lést á Medical City Dallas spítalanum eftir baráttu við krabbamein, að því er fram kemur í Dallas Morning News.
„Þegar hann skildi við var hann umkringdur ástvinum sínum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum leikarans.
Upprunalegu Dallas þættirnir voru í sjónvarpi á árunum 1979 – 1991, og voru gríðarlega vinsælir víða um heim, þar á meðal hér á landi.