J-Lo og Kevin Smith?

Einhverjar furðulegustu fréttir sem borist hafa undanfarið eru þær að söngfuglinn/leikkonan Jennifer Lopez, sem hefur þótt vönd að virðingu sinni, eigi í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkið á móti Ben Affleck í nýjustu kvikmynd Kevin Smith sem ber nafnið Jersey Girl. Myndir Smith eru þekktar fyrir sóðahúmor, neðanbeltisgrín og snilldarpunkta þess á milli. Það er engu að síður svo, og gengur það þvert á það sem Smith var upphaflega búinn að segja sem var að hann hygðist ráða algjörlega óþekkta leikkonu í hlutverkið. Hann er einnig búinn að lýsa því yfir að þetta verði fyrsta myndin eftir hann sem verði ekki stranglega bönnuð börnum, heldur verði líklega með PG-13 stimpilinn, sem þýðir að hún yrði bönnuð börnum innan 13 ára í Bandaríkjunum. Búið er að ráða grínistann goðsagnakennda George Carlin til þess að fara með hlutverk föður Afflecks, og tökur á myndinni ættu að hefjast í haust annaðhvort í Toronto eða Pittsburgh.