Fimmtudaginn 6. desember hefst ítölsk kvikmyndahátíð í Regnboganum.
Hátíðin Cinema italiano – Ítölsk Kvikmyndalist í Dag býður upp á 5 nýjar kvikmyndir á hátíð sem stendur í 7 daga allt fram til miðvikudagsins 12. desember og verða að jafnaði sýndar 1 til 2 myndir á dag. Kvikmyndirnar voru ýmist frumsýndar á þessu ári eða í fyrra. Hátíðin kemur hingað til lands frá Helsinki og Stavanger þar sem hún hefur hlotið góðar viðtökur.
Ítölsk Kvikmyndalist í Dag er tileinkuð ungum og upprennandi leikstjórum og hafa verið valdar til sýninga áhugaverðar kvikmyndir sem sýna helstu strauma og stefnur í ítalskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Kvikmyndirnar sem sýndar verða brydda upp á nýjum sjónarhornum í skoðun sinni á veruleikanum oft með öðruvísi efnistökum sem fylgja ekki hefðbundnum forskriftum markaðsmynda. Það er von aðstandenda hátíðarinnar að þær veki áhuga almennings jafnt sem áhugamanna um kvikmyndir.
Ein af fyrsta og eftirtektarverðusta myndunin sem sýnd verður er kvikmyndin L’ARIA SALATA (Loft lævi blandið) eftir ungan leikstjóra Alessandro Angelini, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir þessa frumraun sína, enda ein af verðlaunuðustu kvikmyndum þessa árs á Ítalíu. Paolo D’Agostini gagnrýnandi dagblaðsins La Repubblica segir að Angelini takist að sýna með sannfærandi hætti ólíkar tilfinningar feðga sem hittast eftir langan aðskilnað við heldur óvenjulegar aðstæður.
Ninetto Davioli var með þekktari leikurum leikstjórans Pier Paolo Pasolini og birtist hann nú aftur í UNO SU DUE (Annar af tveim) eftr Egugenio Capuccio sem fjallar um ungan fjármálajöfur sem tekur líf sítt til endurskoðunar eftir alvarleg veikindi, með því að ferðast um sum af fegurstu héruðum Ítalíu.
Þekktasti leikstjórinn á þessari hátíð er án efa Paolo Virzi með allegóríska mynd sína og háðsádeilu N – IO E NAPOLEONE (N – Ég og Napóleón), þar sem gamansemin ræður ríkjum þó að alvara búi að baki. Meðal leikenda er þokkadísin Monica Bellucci sem er ein þekktasta leikkona Ítalíu um þessar mundir.
Hógvær, áhugverð og fyrsta höfundarverk Roberto Dordit er kvikmyndin APNEA (Andnauð) sem fjallar um ýmsar skuggahliðar þjóðfélagsins. Hún er gott dæmi um film noir, þrátt fyrir að vera gerð með litlu fjármagni. Það tók þrjú ár að koma henni í kvikmyndahúsin en Dordit tekur eindregna afstöðu gegn mismunun og ranglæti.
Sergio Rubini er fyrst og fremst þekktur sem leikari, en kemur á óvart sem leikstjóri með mynd sinni LA TERRA (Jörðin) þar sem hann klæðir glæpasögu í melodramatískan búning og setur hana á svið í stórbrotnu landslagi Suður- Ítalíu. Leikarinn Fabrizio Bentivoglio fer á kostum í La Terra, í hlutverki heimspekikennarans Luigi, sem snýr aftur á fornar slóðir. Tullio Kezich gagnrýnandi Corriere della Sera segir að Rubini staðfesti hæfileika sína á einkar manneskjulegan hátt í þessari mynd.
Buon divertimento!

