Stuttmynd í leikstjórn Lars Emils Árnasonar, Stuttmynd án titils, hlaut verðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi sem lauk síðasta föstudag. Myndin keppti í flokki sem nefnist ifestival, en myndir í þeim flokki voru einnig sýndar á Netinu. Þrátt fyrir að almenningi hafi gefist kostur á að greiða myndunum atkvæði sitt var það engu að síður dómnefnd sem valdi sigurmyndina.
Í umsögn nefndarinnar segir m.a. um Stuttmynd án titils: Myndin sameinar lágstemmdan leik, góða kvikmyndatöku og flotta sviðsmynd, en samspil þessara þátta nær að skapa velheppnaða gamanmynd. Myndinni er leikstýrt af öryggi þar sem næmi fyrir forminu og góðri tímasetningu skilar sér í sérstakri og heillandi mynd sem skilur áhorfandann þó eftir með vott af innilokunarkennd.
ATH!FRÉTTIN ER FENGIN AF www.mbl.is

